Sunnudagsblogg
Hæ,
Jæja, hér sit ég og get annað. Sunnudagur kominn upp á ný og virðist bara líta ágætlega út. Grámosinn glóir á himninum og það er bara ágætt. Eins og flestir vita þá er ég byrjaður að vinna hjá hraðsendingaþjónustunni UPS og hef nú verið þar í rúman mánuð. Ég get ekki sagt annað en að þetta er mjög krefjandi vinna og reynir vel á suma andlega vöðva sem ég hef ekkert ræktað síðustu árin. Ég keyri mjög mikið og hef náð að aka 5 til 6 þúsund kílómetra síðustu vikur.
Ég held áfram baráttunni við verkefnin og kannski smá sjálfan mig.
Annars er nú það að frétta að krílin mín öll eru nú loks á einum stað saman. Þau eru hjá mér núna þessa helgi og í gær áttum við virkilega góðan dag. Við heimsóttum Ragga, Mundu og Co sem hafa leigt sumarbústað á Jótlandinu. Þar var nú tekið á móti okkur með kaffi og með'í og svo skelltum við okkur í sund. Ein skemmtilegasta rennibraut sem ég hef farið í var heimsótt. Reyndar mæli ég ekki með henni fyrir flogaveika.
Eftir sundið skelltum við okkur upp í bústað á ný og þar fengum við glæsilega nautasteikur á diskana og í lokin fengu krakkarnir grillaða sykurpúða og foreldrarnir fengu nammi sem krökkunum var talið trú um að væri fullorðinsnammi ;-)
Virkilega skemmtilegur dagur og gaman að hitta Tottenham manninn Ragga þrátt fyrir tap þann daginn. Helgi getur grátið honum til samlætis.
Fyrir rúmlega viku síðan hitti ég svo Hjölla bróður á knattspyrnuvelli hér í henni Danmörku. Fór á leik með Keflavík á móti FC MidtJylland. Þetta var mjög skemmtilegt. Fékk að sitja í VIP stúku og borða fínan mat fyrir leik. Mér þótti þetta stórmerkilegt og ferlega ljúft. Leikurinn var svo fín skemmtun. Mínir menn náðu að pota tuðrunni í mark heimamanna og leit lengi vel út fyrir að þeir færu heim með sigur, en fríkadellu og rauðsprettuæturnar náðu að setja 2 mörk inn og fóru áfram í keppninni á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Keflvíkingar geta þó verið stoltir. Stóðu sig vel.
Daginn eftir hitti ég svo Hjölla og Siggu Dís í Köben. Við Matthías skelltum okkur í kvöldferð til Köben og fórum út að borða og svo tókum við Matthías lestina heim seint um kvöldið.
Jæja, læt þessu lokið í bili og skrifa kannski eitthvað í vikunni.
kveðja,
Arnar Thor UPSari
Jæja, hér sit ég og get annað. Sunnudagur kominn upp á ný og virðist bara líta ágætlega út. Grámosinn glóir á himninum og það er bara ágætt. Eins og flestir vita þá er ég byrjaður að vinna hjá hraðsendingaþjónustunni UPS og hef nú verið þar í rúman mánuð. Ég get ekki sagt annað en að þetta er mjög krefjandi vinna og reynir vel á suma andlega vöðva sem ég hef ekkert ræktað síðustu árin. Ég keyri mjög mikið og hef náð að aka 5 til 6 þúsund kílómetra síðustu vikur.
Ég held áfram baráttunni við verkefnin og kannski smá sjálfan mig.
Annars er nú það að frétta að krílin mín öll eru nú loks á einum stað saman. Þau eru hjá mér núna þessa helgi og í gær áttum við virkilega góðan dag. Við heimsóttum Ragga, Mundu og Co sem hafa leigt sumarbústað á Jótlandinu. Þar var nú tekið á móti okkur með kaffi og með'í og svo skelltum við okkur í sund. Ein skemmtilegasta rennibraut sem ég hef farið í var heimsótt. Reyndar mæli ég ekki með henni fyrir flogaveika.
Eftir sundið skelltum við okkur upp í bústað á ný og þar fengum við glæsilega nautasteikur á diskana og í lokin fengu krakkarnir grillaða sykurpúða og foreldrarnir fengu nammi sem krökkunum var talið trú um að væri fullorðinsnammi ;-)
Virkilega skemmtilegur dagur og gaman að hitta Tottenham manninn Ragga þrátt fyrir tap þann daginn. Helgi getur grátið honum til samlætis.
Fyrir rúmlega viku síðan hitti ég svo Hjölla bróður á knattspyrnuvelli hér í henni Danmörku. Fór á leik með Keflavík á móti FC MidtJylland. Þetta var mjög skemmtilegt. Fékk að sitja í VIP stúku og borða fínan mat fyrir leik. Mér þótti þetta stórmerkilegt og ferlega ljúft. Leikurinn var svo fín skemmtun. Mínir menn náðu að pota tuðrunni í mark heimamanna og leit lengi vel út fyrir að þeir færu heim með sigur, en fríkadellu og rauðsprettuæturnar náðu að setja 2 mörk inn og fóru áfram í keppninni á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Keflvíkingar geta þó verið stoltir. Stóðu sig vel.
Daginn eftir hitti ég svo Hjölla og Siggu Dís í Köben. Við Matthías skelltum okkur í kvöldferð til Köben og fórum út að borða og svo tókum við Matthías lestina heim seint um kvöldið.
Jæja, læt þessu lokið í bili og skrifa kannski eitthvað í vikunni.
kveðja,
Arnar Thor UPSari
Ummæli
Heiðrún
Hilsen
Heiðagella
Takk fyrir síðast. Bara gaman að geta verið smá saman, sendi þér myndir þegar ég hef komið þeim í tölvuna.
kv Munda og co